VIðskiptagreind

68 Questions | Total Attempts: 1081

SettingsSettingsSettings
VIskiptagreind - Quiz

Multiple choice


Questions and Answers
 • 1. 
  Í árdaga gagnagreiningar (e.: analytics) voru gögnin oft fengin frá sérfróðum einstaklingum og handunnin til að búa til ákvarðanatökulíkön (e.: decision models).
  • A. 

   Rétt

  • B. 

   Rangt

 • 2. 
  Hvaða tegund greininga leitast við að varpa ljósi á það sem er að gerast, það sem líklega mun gerast, og að gefa upplýsingar um hvaða ákvarðanir gefa bestu mögulegu niðurstöðuna?
  • A. 

   Lýsandi (e.: Descriptive)

  • B. 

   Forskriftar (e.: Prescriptive)

  • C. 

   Spádóms (e.: Predictive)

  • D. 

   Léns (e.: Domain)

 • 3. 
  Aukning á vinnslugetu vélbúnaðar (e.: hardware), hugbúnaðar (e.: software) og netkerfa (e.: networks) hefur haft lítil áhrif á framþróun viðskiptagreindar (e.: business intelligence).
  • A. 

   Rétt

  • B. 

   Rangt

 • 4. 
  Hver af eftirfarandi staðhæfingum um gagnagnótt (e.: big data) er sönn?
  • A. 

   Hlutar gagnanna eru vistaðir á mismunandi stöðum á einni tölvu

  • B. 

   Hadoop er tegund af örgjörva (e.: processor) sem vinnur í gagnagnóttarlausnum

  • C. 

   Gögn úr gagnagnóttarlausn er ekki hægt að blanda saman við gögn úr vöruhúsi gagna (e.: data warehouse)

  • D. 

   Gagnagnótt lýsir ákveðinni áskorun við greiningu gagna, ekki einu ákveðnu forriti

 • 5. 
  Tölvuvæddur stuðningur (e.: Computerized support) er aðeins notaður fyrir ákvarðanir sem tengjast utan-að komandi þáttum, eins og t.d. þrýstingi frá samkeppnisaðilum, en ekki til að nýta ný tækifæri til hagræðingar í rekstri.
  • A. 

   Rétt

  • B. 

   Rangt

 • 6. 
  Hver er ein af grunn-áskorunum í gerð mælaborða (e.: dashboards)?
  • A. 

   Tryggja að upplýsingarnar komist á einn skjá og séu skýrar.

  • B. 

   Tryggja að notendur hafi aðgang að nýjasta net-vafranum (e.: web browser).

  • C. 

   Tryggja að aðilar í mismunandi deildum innan fyrirtækisins hafi aðgang að þeim.

  • D. 

   Tryggja að fyrirtækið sé með réttan vélbúnað til að styðja við þau.

 • 7. 
  Myndræn greining (e.: Visual analytics) er almennt lýst sem sameiningu myndrænnar framsetningar (e.: visualization) og ____________.
  • A. 

   Viðskiptagreindar (e.: Business intelligence)

  • B. 

   Tölfræði (e.: Statistics)

  • C. 

   Gagnagreiningar (e.: Analytics)

  • D. 

   Gagnanáms (e.: Data mining)

 • 8. 
  ____________-tölfræði dregur ályktanir um eiginleika þess sem gögnin lýsa.
  • A. 

   Afleiðandi (e.: Descriptive)

  • B. 

   Forskriftar (e.: Prescriptive)

  • C. 

   Spádóms (e.: Predictive)

  • D. 

   Aðleiðandi (e.: Inferential)

 • 9. 
  Lýsandi (e.: Descriptive) tölfræði gengur út á að útskýra þau gögn sem við erum með.
  • A. 

   Rétt

  • B. 

   Rangt

 • 10. 
  Kostirnir við nýjustu myndrænu greiningarlausnirnar, eins og t.d. SAS Visual Analytics, eru allir af eftirfarandi FYRIR UTAN ____________.
  • A. 

   Það er auðveldara að koma auga á nytsamleg mynstur í gögnunum.

  • B. 

   Stuðningur er við snjalltæki eins og iPhone.

  • C. 

   Það er minni þörf á upplýsingatækni sviði í skýrslugerðinni.

  • D. 

   Þau geta kannað mikið magn gagna á fáeinum klukkutímum í staða margra daga

 • 11. 
  Þegar verið er að vinna með gögn í víddargagnagrunni (e.: dimensional database) eins og t.d. OLAP, getur notandinn farið frá samtölum niður í smáatriði. Sú aðgerð er kölluð ____________.
  • A. 

   Sneiða (e.: slice)

  • B. 

   Brytja (e.: dice)

  • C. 

   Bora niður (e.: drill down)

  • D. 

   Rúlla upp (e.: roll-up)

 • 12. 
  Hvaða skipulag vöruhúsa gagna (e.: data warehouse architecture) notar lýsigögn frá öðrum vöruhúsum gagna til að búa til sýndarvöruhús gagna (e.: logical data warehouse)?
  • A. 

   Nöf-og-teina vöruhús gagna (e.: Hub-and-spoke data warehouse)

  • B. 

   Sjálfstæðir gagnamarkaðir (e.: Independent data marts)

  • C. 

   Sameinað vöruhús gagna (e.: Federated data warehouse)

  • D. 

   Miðlægt vöruhús gagna (e.: Centralized data warehouse)

 • 13. 
  Fyrirtæki eyða sjaldnast tíma í að búa til og viðhalda lýsigögnum (e.: meta data) þar sem þau hafa lítið að segja um skilvirkni vöruhúss gagna (e.: data warehouse).
  • A. 

   Rétt

  • B. 

   Rangt

 • 14. 
  Vöruhús gagna (e.: Data warehouses) hafa bein og óbein áhrif á fyrirtækin sem nota þau. Hvert af eftirfarandi eru óbein áhrif af vöruhúsi gagna?
  • A. 

   Einfaldað aðgengi að gögnum

  • B. 

   Betri og tímanlegri ákvarðanir

  • C. 

   Ítarlegri greiningar

  • D. 

   Bætt þjónusta við viðskiptavini

 • 15. 
  Hvað er Six Sigma?
  • A. 

   Aðferðafræði sem er ætlað að lágmarka breytileika (e.: variability) í viðskiptaferlum (e.: business processes)

  • B. 

   Aðferð sem tölfræðingar nota til að breytileika (e.: variability) ferla (e.: processes)

  • C. 

   Aðferðafræði sem er ætlað að mæla breytileika (e.: variability) í viðskiptaferlum (e.: business processes)

  • D. 

   Aðferðafræði sem er ætlað að lágmarka fjölda galla (e.: defects) í viðskiptaferlum (e.: business processes)

 • 16. 
  Í ____________ er öllu gagnasafninu skipt niður í ákveðið marga hluta af svipaðri stærð. Síðan eru sumir hlutar notaðir til að þjálfa líkanið á meðan einn er skilinn eftir til að sannreyna líkanið. Ferlið er svo ítrað í nokkur skipti og þjálfunin hættir þegar hver og einn hluti hefur verið notaður til að sannreyna líkanið.
  • A. 

   K-faldri skiptingu gagna (e.: k-fold cross-validation)

  • B. 

   Tauganeti (e.: Artificial neural network)

  • C. 

   Efstu-10-ráða (e.: Top 10 decider)

  • D. 

   Sameinuðum niðurstöðu (e.: Ensemble)

 • 17. 
  Samanborið við ____________, sem byrjar á vel skilgreindum tilgátum, byrjar gagnanámun (e.: data mining) á lauslega skilgreindum tilgátum um sambönd í gögnum.
  • A. 

   Tölfræði (e.: Statistics)

  • B. 

   Vélrænt nám (e.: Machine learning)

  • C. 

   Gervigreind (e.: Artificial intelligence)

  • D. 

   Gagnasafnsfræði (e.: Database theory)

 • 18. 
  Hvaða flokkur gagnanámunarlausna (e.: data mining applications) skiptir gögnum niður eftir nátúrulegum eiginleikum þeirra?
  • A. 

   Sambandsgreining (e.: Association)

  • B. 

   Myndræn greining (e.: Visual analytics)

  • C. 

   Hópun (e.: Clustering)

  • D. 

   Flokkun (e.: Classification)

 • 19. 
  ____________ var lagt til um miðbik 10. áratugarins af Evróskum samtökum fyrirtækja, sem staðall í aðferðafræði fyrir gagnanámun (e.: data mining).
  • A. 

   SVM

  • B. 

   CRISP

  • C. 

   ANN

  • D. 

   EDW

 • 20. 
  Hver er helsta ástæða þess að samhliða vinnsla (e.: parallel processing) er stundum notuð fyrir gagnanámun (e.: data mining)?
  • A. 

   Flest gagnanámunarlíkön krefjast þess.

  • B. 

   Magn gagna og flækjustig krefst þess.

  • C. 

   Vélbúnaðurinn sem styður það er nú þegar til í flestum fyrirtækjum.

  • D. 

   Ná betri samsvörun við áskoranir viðskiptahliðarinnar.

 • 21. 
  IBM Watson kerfið byggir á öllu af eftirfarandi FYRIR UTAN ____________.
  • A. 

   Blöndu af grunnri- og djúpri leit (e.: shallow and deep search)

  • B. 

   Samhliða gagnavinnslu (e.: parallelism)

  • C. 

   Röðun svara eftir tiltrú (e.: confidence)

  • D. 

   Fjölhæfri (e.: Universal) vél sem mætti nota í hvaða gagnavinnslu verkefni sem er

 • 22. 
  Hvað getur greining gagna gert fyrir samfélagsmiðla?
  • A. 

   Greinir áhrifavalda á netinu

  • B. 

   Auðkennir tengingar á milli hópa

  • C. 

   Aðstoðað við að auðkenna fylgjendur (e.: followers)

  • D. 

   Greinir innihald samræðna á netinu

 • 23. 
  Mismunandi hreimar tungumála eru áskorun fyrir hugbúnað sem ætlað er að skilja mannlegt tungumál.
  • A. 

   Rétt

  • B. 

   Rangt

 • 24. 
  Skilningur á því hvaða leitarorð (e.: keywords) leiddu notendur að vefsíðum í gegnum leitarvélar, eykur skilning á ____________.
  • A. 

   Hversu vel notandinn skilur vörurnar og þjónustuna sem eru í boði

  • B. 

   Þörfum þeirra sem heimsækja vefsíðuna

  • C. 

   Vélbúnaðinum sem leitarvélin keyrir á

  • D. 

   Vafranum sem notendurnir nota til að finna vefsíðuna

 • 25. 
  Leitarvélabestur (e.: Search engine optimization - SEO) er aðferð sem hönnuðir vefsíðna nota til að ____________.
  • A. 

   Auka vægi vefsíðna í niðurstöðum leitarvéla

  • B. 

   Semja um betri samninga við fyrirtæki sem vilja birta auglýsingar á vefsíðunum þeirra

  • C. 

   Auka upplifun þeirra sem heimsækja vefsíður

  • D. 

   Bæta við vísum (e.: indices) sem leitarvélar nota í röðun sinni á niðurstöðum

Back to Top Back to top