Sid 2010 Quiz Is

11 Spurningar | Total Attempts: 262

SettingsSettingsSettings
Please wait...
Sid 2010 Quiz Is

Spurningakeppnin er á vegum Insafe, sem er evrópskt samstarfsnet til vitundarvakningar um netöryggi. Tilefni keppninnar er alþjóðlegi netöryggisdagurinn, sem er haldinn 9. febrúar 2010. Þú þarft að vera á aldrinum 9-15 ára til að taka þátt. Verðlaun eru í boði. Þau endurspegla þema alþjóðlega netöryggisdagsins 2010, sem er „Hugsa fyrst, gera svo!“ Eftir 31. mars verður tilkynnt um sigurvegarana frá aðildarlöndum Insafe, á grundvelli heildarstigafjölda. Vertu viss um að athuga tölvupóstinn þinn reglulega eftir þá dagsetningu. Aðildarlönd Insafe eru: Austurríki, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ísland, Ítalía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland. Keppnin er einnig opin þátttakendum frá öðrum löndum. Nánari upplýsingar: www.saferinternet.org


Questions and Answers
 • 1. 
  Ég fann vandræðalega mynd af mér á prófílsíðu bekkjarfélaga! Ég vil ekki að þessi mynd sé í umferð... ég hef beðið bekkjarfélaga minn um að fjarlægja hana, en án árangurs. Hvað get ég gert? (fleiri en eitt svar koma til greina)
  • A. 

   Bíddu aðeins lengur. Kannski fjarlægir bekkjarfélaginn myndina – annars skaltu minna hann á það.

  • B. 

   Hafðu strax samband við vefstjórana og biddu þá um að fjarlægja myndina.

  • C. 

   Ef hann verður ekki við beiðni þinni er lítið sem þú getur gert. Það gæti litið betur út fyrir þig að láta kyrrt liggja. Hver er skaðinn þegar allt kemur til alls?

 • 2. 
  Vinkona mín tók flottar myndir af mér á bikiníi. Mér finnst freistandi að nota þær á síðuna mína. (fleiri en eitt svar koma til greina) 
  • A. 

   Þetta er fullkomið tækifæri til að sýna hversu flott þú ert. Gerðu það bara!

  • B. 

   Sendu myndirnar til nánustu vina þinna og biddu þá um að senda þær ekki áfram.

  • C. 

   Haltu myndunum út af fyrir þig – annars áttu á hættu að þær verði misnotaðar.

 • 3. 
  Ég er að búa til eigin vefsíðu. Ég fann fínar myndir á netinu sem væru flottar á vefsíðunni. Er nokkuð að því að nota þær?
  • A. 

   Nei. Netið er opinber vettvangur. Öllum er frjálst að nota efnið sem er að finna á því.

  • B. 

   Af hverju ætti að vera nokkuð að því? Ef hægt er að afrita og líma efnið ætti það ekki að vera neitt vandamál.

  • C. 

   Kynntu þér fyrst reglurnar um höfundarrétt, því sumt efni á netinu má ekki nota.

 • 4. 
  Kunningi minn bjó til prófíl á netinu og notaði mynd af vini sínum í staðinn fyrir mynd af sjálfum sér.
  • A. 

   Þetta nefnist auðkennisþjófnaður, sem er ólöglegt athæfi og sérlega óheiðarlegt.

  • B. 

   Þetta er bara grín. Svo lengi sem hann hagar sér ekki illa er þetta ekki svo slæmt.

  • C. 

   Ég myndi ekki treysta neinum sem hagar sér svona til að vera vinur minn. Hverju tæki hann upp á næst?

 • 5. 
  Ég fékk tölvupóst um risastóra beinagrind af manni sem fannst í Sádí-Arabíu. Ég hélt alltaf að risar væru ekki til en þessi mynd sannar tilvist þeirra.
  • A. 

   Svona tölvupóstar eru gabb. Til eru vefsíður sem fletta ofan af algengu gabbi á netinu.

  • B. 

   Ef það er mynd sem sannar það hlýtur það að vera rétt.

  • C. 

   Auðvelt er að breyta myndum og hver sem er getur sagt hvað sem er á netinu.

 • 6. 
  Ég samþykki allar „vinabeiðnir“ sem ég fæ, jafnvel frá fólki sem ég þekki ekki. Það væri gaman að eiga flesta vini á meðal allra vina minna!
  • A. 

   Já, það er einmitt markmiðið með því að vera skráður á samskiptasíðu – að sýna hvað maður er vinsæll.

  • B. 

   Vinir snúast ekki um samkeppni. Í öllu falli skaltu ganga úr skugga um að aðgangsstillingar þínar á síðunni séu réttar.

  • C. 

   Það er það sem er svo gaman við þetta. Vinir þínir munu öfunda þig.

 • 7. 
  Ég fann agalega mynd af mér á bloggsíðu einhvers annars. Hvað á ég að gera?
  • A. 

   Ekkert. Það er eðlilegt að fólk hlaði upp myndum á prófílinn sinn og bloggið.

  • B. 

   Biddu eiganda bloggsins um að fjarlægja hana. Ef hann gerir það ekki, hafðu þá samband við vefstjórann.

  • C. 

   Gáðu hvort þú eigir ekki einhverjar ljótar myndir af viðkomandi og settu þær á síðuna þína!

 • 8. 
  Ég sendi óvart SMS á einhvern sem ég veit ekki hver er en byrjaði að senda mér skilaboð með persónulegum spurningum. Hvað á ég að gera?
  • A. 

   Ekki skrifa til baka. Ef viðkomandi hættir ekki skaltu blokka hann með því að hafa samband við símafyrirtækið þitt.

  • B. 

   Sýndu vinum þínum skilaboðin og skemmtu þér við að skrifa til baka.

  • C. 

   Þú gætir svarað til baka. Það er jú alltaf gaman að kynnast nýju fólki.

 • 9. 
  Við vorum að flytja í annan bæ og mig langar til að sýna vinum mínum hvar ég bý. Einhverjar hugmyndir?
  • A. 

   Settu myndir með korti á síðuna þína.

  • B. 

   Settu nýja heimilisfangið og myndir á bloggið þitt.

  • C. 

   Sendu aðeins nánum vinum heimilisfangið þitt og myndir, t.d. með tölvupósti.

 • 10. 
  Ég er með fullt af myndum úr skólanum af vinum mínum og mér. Sumar þeirra eru mjög fyndnar! Mig langar að búa til myndasafn úr þessum myndum. Ætti ég að deila myndasafninu með öðrum á netinu?
  • A. 

   Já, af hverju ekki? Maður á að deila myndum með öðrum.

  • B. 

   Búðu til myndasafn með takmörkuðum aðgangi og bjóddu bara ákveðnum vinum aðgang.

  • C. 

   Þú þarft leyfi vina þinna til að birta myndir af þeim.

 • 11. 
  Netfangið þitt
Back to Top Back to top